skref 1 – Hafðu samband

Hafðu samband í gegnum heimasíðuna eða á netfangið [email protected] Ef þú vilt tilboð og meðferðaráætlun þarftu að senda okkur röntgenmynd, heilmynd af munni og einfalda mynd af tönnunum sem þú getur tekið á símann þinn.

skref 2 – Meðferðaráætlun og tilboð

Tannlæknir okkar skoðar röntgenmyndina og býr til nákvæma meðferðaráætlun þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar um allt sem í henni felst, tímalengd og fjölda heimsókna.

skref 3 – Skipulögð dvöl

Ákveðir þú að fara til tannlæknis í Ungverjalandi getum við aðstoðað við að skipuleggja ferðina. Veldu þá daga sem henta þér best, bókaðu tíma hjá okkur, keyptu þér flugmiða og við sjáum um rest. Vinsamlega sendu okkur staðfestingu á flugmiðakaupum ( skjámynd dugar) og þá staðfestum við bókaða tíma.

skref 4 – Koma til Budapest og dvalarstaður

Þegar þú kemur til Budapest færðu hjá okkur fría forskoðun, ráðgjöf og kynningu á meðferðartillögu okkar. Við aðstoðum þig við að ákveða hvort og hvenær þér hentar best að hefja meðferð. Við getum einnig aðstoðað við að bóka gistingu í gegnum samstarfshótel og íbúðir sem eru í næsta nágrenni við stofuna okkar. Þar bjóðast þér afsláttarkjör svo ekki hika við að fá leiðbeiningar eða bókunaraðstoð hjá okkur ef það hentar þér.

skref 5 – Meðferðin

Ef þú ákveður að hefja meðferð eftir skoðun og kynningu þá getur hún í raun hafist hvenær sem þér hentar. Þú munt þurfa að koma aftur til Budapest, (nema að dvöl þín sé amk 10 daga löng) til að hefja meðferðina. Þar sem þarfir viðskiptavina eru mjög misjafnar þá er mikilvægt að við staðfestum tíma með viðkomandi tannlækni og nauðsynlegan dvalartíma í borginni út frá þinni meðferðaráætlun.

skref 6 – Heimferð frá Budapest

Að meðferð lokinni ferðu heim aftur með nýtt og fallegt bros og endurnýjaða sjálfsmynd. Til að viðhalda ábyrgð og til að uppfylla ábyrgðarskilmála Madenta er gert ráð fyrir árlegri skoðun hjá okkur.

Gistiaðstaða

Gæða gistiaðstaða í miðborg Budapest, bæði íbúðir og hótel, er ódýr. Við getum aðstoðað við að velja og ákveða hvar þú vilt dvelja.
Við höfum samið um sérverð við eftirtalin hótel og íbúðir í næsta nágrenni við Madenta.  Ef þú ákveður að dvelja þar getum við aðstoðað við bókunina.

Samstarafshótel og íbúðir í Budapest

Upplýsingar um Budapest

Budapest er menningarstórborg. Þar er eitt af fallegustu óperuhúsum heims. Einnig eru í borginni haldnar stórar tónlistarhátíðir eins og hin fræga Sziget festival og Real European Woodstock en báðar draga þær að mikinn fjölda fólks árlega.

Hér má finna meiri upplýsingar um Budapest.