Hvernig byrjaði þetta…
Þú hlýtur að þekkja að minnsta kosti einn samlanda þinn sem hefur farið til Budapest til tannlæknis og komið heim stoltur og ánægður með glæsilegt nýtt og bjart bros. Þjóðverjar og Austurríkismenn hófu að leita yfir landamærin til Ungverjalands að ódýrari tannlækningum, í kringum 1980. Á innan við tveimur áratugum varð Ungverjaland einn vinsælasti áfangastaðurinnn fyrir viðskiptavini tannlækna, einskonar “tannlækningaparadís”. Flestir sem nýta sér tannheilsuferðaþjónustuna, þúsundir árlega, koma frá enskumælandi löndum, Bretlandi, Írlandi, Canada og Bandaríkjunum. Nýlega bættust í þennan hóp Svisslendingar, Danir og Íslendingar sem flykkjast nú til Ungverjalands þar sem þjónusta tannlækna í þeirra heimalöndum er almennt talin mjög dýr og þar af leiðandi ekki aðgengileg fyrir alla.
Ásdís er frá Íslandi. Eftir að hafa lokið nokkuð flókinni en vel heppnaðri meðferð sem fól í sér m.a. úrdrátt tanna, innsetningu á bráðabirgðakrónum og fjórum mánuðum síðar fengið varanlega sirkonbrú, þá var hún tilbúin að deila reynslu sinni af Madenta.
“Ég var með flókið vandamál í munni”
Aðallega útlitslegt – amk hélt ég það. Það var stórt bil á milli framtannanna. Þetta svokallaða frekjuskarð hlýtur að vera genatýskt því að sonur minn er einnig með það. Tennur mínar voru einnig skringilega staðsettar og mislitar. Vegna þessa var sjálfsmynd mín ansi aum og sjálfstraustið lítið. Ég brosti aldrei með opin munn, það mesta sem ég leyfði mér var að brosa með samanbitnar varir. Ef ég hitti ókunnuga faldi ég munninn með lófanum. Með tímanum hefur þetta haft neikvæð áhrif á skap mitt og hugurinn oft verið ansi langt niðri. Stundum hugsaði ég; nú er þetta bara komið hjá mér! Ég mun aldrei aftur verða sú brosmilda, glaða og félagslynda Ásdís sem ég var áður.
Á meðan ég hugsaði stöðugt um mitt gallaða bros,
var annað vandamál í uppsiglingu. Kjálkabeinin og gómarnir tóku að rýrna og við það losnuðu tennur. Þær virkuðu svosem ágætlega ennþá svo ég áttaði mig ekki á vandamálinu strax. Ég varð hinsvegar sífellt örvæntingarfyllri vegna útlitsins svo ég ákvað að leita aðstoðar.
Þú vilt eflaust vita hvað varð til þess að ég fór til Ungverjalands.
Margar ástæður. Í fyrsta lagi, Vestur-Evrópubúar spara sér allt að 70% á tannlækningum í Ungverjalandi samanborið við okkar verðlag. Sömu gæði, ef ekki betri. Auðvitað er fjárhagslega hliðin og sparnaðurinn mikilvæg ástæða en ekki aðalástæðan. Gæði þjónustunar skipta að sjálfsögðu mestu máli þegar heilsan er í húfi. Þegar kemur að ungverskum tannlæknum þá eru ekki gerðar neinar málamiðlanir! Landið er þekkt fyrir hátt menntunarstig og tannlæknanemar þar fá mjög ítarlega þjálfun og öðlast þannig hæfni og vandvirkni.
Það sem mestu máli skipti var,
að systir mín, sonur minn og aðrir fjölskyldumeðlimir voru nú þegar viðskiptavinir Madenta! Þau voru sífellt talandi um sína reynslu þaðan; sérfræðingana og aðstoðafólk þeirra, góða þjónustu og viðmót allra starfsmanna og notalegt andrúmsloft á stofunni sem þeim þótti meira líkjast heilsulind, ný og glæsileg tæki og svo hraði meðferðanna. Það sem á endanum gerði útslagið var “sjálfa” sem systir mín tók af sér strax að lokinni meðferð. Hún hafði fengið nýjar tennur og ég samgladdist henni innilega fyrir fallega brosið hennar og fékk líka von um að ég myndi sjálf einn daginn verða svona geislandi falleg og glöð og sjálfsmyndin betri. Þú sérð núna að ákvörðun mín um að fara til Budapest og fá meðferð hjá Madenta var ekki úr lausu lofti gripin heldur að vel ígrunduðu ráði.
Ásdís Sveinjonsdottir mælir með Madenta!
Það er eitt enn.
Einn af mörgum kostum Madenta umfram margar aðrar tannlæknastofur sem einnig sérhæfa sig í meðferðum fyrir útlenda viðskiptavini eru íslensku tengiliðirnir. Nöfn þeirra var ég oft búin að heyra heima, frá syni mínum. Rósa og Gunnar eru frábær og sinna sínum viðskiptavinum vel. Þeim er umhugað um öll þeirra þægindi og öryggi og leggja sig fram um að aðstoða við alla skipulagningu tannheilsuferðarinnar. Þau eru vel að sér um allt það sem skiptir máli og geta útvegað allar nauðsynlegar upplýsingar áður en ákvörðun er tekin. Þegar ég hafði samband við þau fékk ég allar upplýsingar í smáatriðum. Þau sendu röntgenmyndina mína til Madenta svo hægt væri að undirbúa komu mína og skipuleggja meðferðina fyrirfram eins og hægt var. Þau útskýrðu fyrir mér meðferðaráætlunina og útveguðu mér íbúð. Til að byrja með brúuðu þau bilið á milli mín og Madenta.
Í meðferðaráætluninni
sem kom frá Madenta, kom fram að átta tennur þyrfti að fjarlægja. Þó að ég hefði haldið að það mætti laga þær einhvernveginn án þess að taka þær, þá voru þessar fréttir ekki mikið áfall fyrir mig. Ég vissi að líf mitt myndi batna, verða ánægjulegra og útlitið miklu fallegra með nýjum tönnum. Svo að ég tók þessu bara vel og hugsaði; Allt í lagi, gerum bara það sem þarf að gera.
Fjórum mánuðum síðar kom ég aftur til Budapest
ásamt syni mínum, sem kom með mér til halds og trausts. Ég hélt að ég myndi þurfa að þurfa hans andlega stuðning þar sem ég hafði áður alltaf verið illa haldin af tannlæknahræðslu. Í hvert skipti sem ég fór til tannlæknis var ég skjálfandi á beinunum. Í þetta sinn var allt öðruvisi. Fyrst þegar ég mætti á stofuna var ég hálf lömuð af ótta. Ég horfði ekki einu sinni í kringum mig. Þegar Árpád Nagy tannlæknir og tannplantasérfræðingur kom og heilsaði mér sagði ég honum strax að ég væri skelfingu lostin. Hann brosti, var alveg rólegur og einbeittur og hughreysti mig fullur sjálfstrausts. Við áttum langt og gott samtal þar sem hann útskýrði af hverju nauðsynlegt var að draga tennurnar úr. Ef það yrði ekki gert, sagði hann, myndu þær hægt og rólega losna ein af annari. Ég var smeik og spurði margra spurninga en hann var mjög almennilegur og óendanlega þolinmóður. Ég treysti honum strax fullkomlega og var 100% viss um að ákvörðun mín væri rétt. Hann öðlaðist traust mitt þarna, til framtíðar.
Ég var í Budapest í 5 virka daga
og heimsótti Madenta fjórum sinnum. Ég var hrifin af því hversu hratt og örugglega var hægt að framkvæma þessa flóknu meðferð. Á einum degi voru 8 tennur fjarlægðar og strax komið fyrir bráðabirgða krónum úr plasti. Ég var því ekki tannlaus einn einasta dag. Annan dag tók Nagy mót af munninum, ekki með hefðbundum hætti heldur með munnskanna sem leit út eins og einhverskonar framtíðar-tækniundur! Þessi aðferð er miklu þægilegri og mildari, mikill léttir fyrir sjúklinginn. Innan örfárra daga var tilbúin bráðabirgðabrú sem var smíðuð sérstaklega fyrir mig eftir skönnuðu myndinni minni. Síðasta daginn mætti ég og þá var brúnni komið fyrir í munninum. Ég myndi hiklaust segja að á því augnarbliki breyttist líf mitt. Ný kafli hófst. Ég leit í spegilinn og fór að gráta, þetta var svo fallegt! Ég fæ ennþá tár í augun bara við tilhugsuninina um þetta augnablik.
Eftir að ég fékk bráðabirgðabrúna
tók ég mynd, “sjálfu” og setti á Facebook. Viðbrögðin voru yfirþyrmandi. Ég er ekki að grínast en á nokkrum klukkustundum fékk ég mörg hundruð skilaboð og athugasemdir. Vá, hvað gerðist, hvar fékkstu þessar fallegu tennur, þú yngist upp um mörg ár, viltu senda mér upplýsingar um stofuna í skilaboðum, o.s.frv. Síminn hringdi stanslaust og ég var bara á fullu að svara fólki og senda upplýsingar og skilaboð út um allt. Þetta varð um stund bara full vinna fyrir mig að veita upplýsingar og segja frá reynslu minni. Ég varð bara talsmaður Madenta 🙂
En verkefni mínu lauk einfaldlega ekki þarna.
Eftir að heim var komið,
Ég bara gat ekki hætt að tala um reynslu mín af Madenta. Ég kallaði fram hugsanir og áhrif. Til dæmis minninguna um Nagi lækni sem var svo fullkomlega nærgætinn og hugulsamur í gegnum allt ferlið. Hann útskýrði allt í smáatriðum, ég vissi alltaf hver næstu skref voru og við hverju var að búast, hvað ég myndi finna eða heyra. Hann talaði við mig allan tímann og aldrei gerðist neitt óvænt sem sló mig út af laginu. Eftir fyrstu heimsóknina varð ég róleg í stólnum, afslöppuð og örugg. Nagy tannlæknir er mjög fær í sinni grein, vill að allt sé fullkomlega vel gert, mjög nákvæmur og athugull með hvert einasta atriði.
Og ekki bara hann, heldur Madenta í heild sinni. Þegar ég varð rólegri fór ég að taka betur eftir umhverfinu og meðal annars því að allt var mjög vel hannað og smekklega innréttað, hreint og andrúmsloftið afslappað.Ég fékk á tilfinninguna að starfsfólkið væri eins og eins stór fjölskylda. Allir voru vingjarnlegir og kurteisir. Öllum var sýnd hlýtt viðmót svo fólki líður nánast eins og heima hjá sér. Eleonóra þjónustufulltrúinn minn er mjög indæl og einnig fólkið i móttökunni sem brosir sínu blíðasta. Mér leið mjög vel á meðal þessa fólks, jafnvel á meðan ég beið eftir næsta tannlæknatíma.
Ég var með bráðabirgðabrú í fjóra mánuði
án nokkura vandræða. Hún bæði virkaði vel og var falleg. Svo kom ég aftur, alein í það skiptið. Ég þurfti ekki lengur stuðning því að mér leið bara eins og ég væri að fara heim. Ég hafði ekki einu sinni samband við Rósu og Gunnar heldur bara skipulagði ferðina sjálf með aðstoð Eleonóru.
Önnur heimsókn
Ég fékk varanlega brú með sirkon tönnum og hún er æðisleg! Málmfrí, þægileg, sterk og eðlilega útlitandi, bæði litur og lögun.
Í þetta sinn stoppaði ég í 8 virka daga en þurfti ekki marga tannlæknatíma svo ég gat notað tímann til að skoða Budapest. Borgin er sjarmerandi og falleg. Ég er æfintýragjörn manneskja og ferðast talsvert. Ég hef búið á Spáni, í Svíþjóð og Bandaríkjunum en mér finnst þessi staður alveg einstakur. Ég sagði við vin minn í gær að ég gæti hugsað mér að búa þarna. Allir eru vingjarnlegir og koma vel fram við gesti borgarinnar. Ísland er með fallegri löndum og fólkið frábært, en á allt annan hátt. Búdapest hefur þetta notalega andrúmsloft; útsýnið yfir Dóná, brýrnar og byggingarstílinn! Iðandi mannlíf.
Og ef þú spyrð mig um míne bestu upplifun í Budapest
Ég myndi að sjálfsögðu segja að nýju tennurnar væru það besta, nýtt líf ! Núna geng ég um brosandi, hress og kát, það er mjög góð tilfinning! Madenta er eitt það besta sem hefur orðið á vegi mínum. Þökk sé þeim þá hefur líf mitt heldur betur batnað til muna. Þegar ég horfi á gamlar myndir af mér sé ég að ég var fýluleg, alltaf með munninn lokaðan og aldrei brosandi.
Nú er ég alltaf brosandi
Ég gantast með að næst muni ég fara og fá mér botox því að nú er farið að örla á broshrukkum í kringum augun. Nei nei ég er nú bara að grínast með það, vildi frekar hafa 1000 broshrukkur en vera illa tennt. Tennur eru mikilvægar. Þegar ég hitti fólk og tala við það sé ég fyrst augu þess og tennurnar. Það er það fyrsta sem við sjáum í fari hvers annars.
Fjölskylda og vinir segja mér
að ég líti út fyrir að vera yngri með nýju tennurnar. Ég er enn að læra að njóta þeirra og brosi bara í því ferli. Þetta er nánast eins og þegar barn lærir að ganga. Madenta starfsfólkið gerir sér eflaust enga grein fyrir hversu mikil áhrif þeirra þjónusta hefur haft á líf mitt.
Það sem ég vildi segja
ykkur sem eruð í svipuðum sporum og ég var í og eruð hikandi; Ekki bíða! Látið bara vaða og ekki eyða meiri tíma. Öðlist nýtt líf. Ykkur er óhætt að trúa hverju orði af minni sögu! Ég mæli með að þið skellið ykkur til Budapest og treystið Madenta teyminu fyrir tönnum ykkar.