FRÁBÆR ÞJÓNUSTA TANNLÆKNA FYRIR UMTALSVERT LÆGRA VERÐ, Í BUDAPEST!

Madenta tannlæknastofan í Budapest hefur alltaf átt stóran hóp erlendra viðskiptavina. Ört stækkandi hópur Íslendinga hefur undanfarin misseri nýtt sér beint flug og komið til okkar á stofuna í fjölbreyttar meðferðir. Þeirra á meðal er hin glaðlynda og krafmikla Sonja Karls, sem hefur um árabil verið dauðhrædd við tannlækna. Fælni hennar var alvarleg: alltaf þegar hún fór til tannlæknis varð hjartsláttur hennar ör og hún svitnaði í lófunum.

Að undangenginni viðamikilli meðferð sem fól í sér nákvæma skoðun, tannhreinsun, röntgenmyndatöku, deyfingu, ísetningu á bráðabirgðakrónu og varanlegri sirkonbrú, var Sonja til í að svara spurningum okkar um upplifun hennar hjá Madenta: Hvernig fann hún tannlæknastofu í Ungverjalandi og tannlækni sem hún treystir nú fullkomlega? Hvernig komst hún, á nokkrum dögum, yfir hræðsluna við tannlækna? Svörin við þessum og fleiri spurningum er að finna í viðtali okkar við Sonju hér fyrir neðan. Fyrsta tannbrúin sem Sonja fékk var gerð á Íslandi fyrir mörgum árum síðan, en hún var aldrei ánægð með hana. „Í fyrsta lagi var hún ekki falleg. Í öðru lagi þá brotnaði hún mjög fljótlega.” Sonja rifjar upp þegar tvær heilbrigðar tennur voru dregnar úr henni heima á Íslandi í þeim tilgangi að setja inn brú þar sem vantaði tennur.

„Eftir eina viku brotnaði miðjustykkið. Seinna fór ég til annars tannlæknis sem gerði við brúna með því að setja í hana fyllingu. Ég treysti honum fullkomlega í mörg ár, en hann er nýlega látinn. Það er ástæða þess að ég fór að leita lausna á mínum málum”

Madenta:

Afhverju Budapest?

Sonja:

Það er staðreynd að tannlækningar eru mjög dýrar á Íslandi. Dæmi um það er tilboð í nýja brú sem ég fékk fyrir 5 árum síðan og hljóðaði upp á 500.000 krónur. Ég hafði ekki efni á því! Vinkona mín rakst á auglýsingu frá tannlæknastofunni Madenta í Budapest þar sem sem lofað var viðráðanlegu verði samanborið við íslenskt verðlag. Það var því hún sem fyrst benti mér á þennan möguleika. Sem betur fer starfa íslenskir tengiliðir fyrir hönd Madenta á Íslandi og einfaldaði það málin mjög mikið er ég sendi inn fyrirspurn. Gunnar og Rósa voru mjög vel undirbúin og svöruðu öllum mínum spurningum skilmerkilega svo ég komst fljótt að niðurstöðu að vel ígrunduðu máli.

Þau útskýrðu að þrátt fyrir að kalla megi Budapest „paradís fyrir tannheilsuferðir”, þá veita tannlæknar þar háþróaðar meðferðir, mikið er lagt upp úr að stofur séu fallegar og vel hannaðar og margar búa yfir bestu tækjum sem völ er á. Allt hljómaði þetta mjög öruggt og sannfærandi! Við vinkonurnar ræddum þetta vel og lengi þar til ég loksins sagði við hana: „Veistu hvað? Ég er búin að ákveða mig. Við skulum skella okkur til Ungverjalands. Ég hef á tilfinningunni að þeir geti lagað brúna mína.”

Madenta:

Hver voru fyrstu skrefin?

Sonja:

Gunnar var mjög vingjarnlegur og hjálpaði okkur fyrstu skrefin. Ég er alltaf full efasemda svo ég spurði um margt en hann sýndi mikla þolinmæði. Þegar kom að því að skipuleggja ferðina, gerði ég allt í öfugri röð. Um leið og ég ákvað að fara til Budapest keypti ég flug út. Gunnar benti mér á að það hefði verið heppilegra að panta tíma hjá tannlækni áður en ég keypti flugmiðann. En þetta er bara týpísk ég, svolítið fljótfær, fyrst framkvæmi ég og svo hugsa ég. En þetta fór sem betur fer vel því þeim hjá Madenta tókst með smá tilfæringum að koma mér að á þessum tíma. Ég sendi röntgenmynd út á undan mér svo þau gætu búið til meðferðaráætlun fyrir mig, fyrir heimsóknina.

Madenta:

Hvernig gekk meðferðin?

Sonja:

Allt gekk hratt og vel fyrir sig. Í fyrstu heimsókninni hitti ég Dr. Árpád Nagy tannlækninn minn sem losaði gömlu brúna út. Ég fékk strax bráðabirgðabrú, svo ég þyrfti ekki að vera tannlaus einn einasta dag. Innan klukkustundar fór ég semsagt út með bráðabrigðabrú sem var mjög flott. Ég var mjög ánægð með hana þó að nýja varanlega brúin sé auðvitað ennþá fínni! Eftir að hafa losnað við gömlu brúna og fengið nýja til bráðabirgða var mér fylgt til tannhreinsunarfræðings sem hreinsaði og pússaði tennurnar. Að sex dögum líðnum kom ég aftur og fékk setta inn varanlega brú. Á milli þessara heimsókna skemmti ég mér mjög vel í Budapest. Ég fór í skoðunarferðir um borgina og varð alveg heilluð af henni. Ferðin var í raun meira skemmtileg borgarferð heldur en tannlækningaferð.

Madenta:

Hvernig kom Madenta þér fyrir sjónir við fyrstu kynni?

Sonja:

Mjög vel búin, hrein og snyrtileg og fallega hönnuð, virkaði mjög vel á mig. Madenta er ekki eins og venjuleg tannlæknastofa, allt er svo afslappað. Starfsfólkið er mjög gott, hjálplegt og indælt og leggur sig fram um að maður upplifi sig öruggan og eins og heima hjá sér. Eins og ég sagði þá treysti ég gamla tannlækninum mínum 100% og var ekki bjartsýn á að finna fyrir slíku trausti aftur. Það er lífsnauðsynlegt að geta treyst tannlækninum sínum. Ég treysti Dr. Nagy fullkomlega frá okkar fyrstu kynnum. Nú er ég semsagt komin með tannlækni aftur – í Budapest!

Ég mun fara aftur þangað hvenær sem ég þarf á tannlækni að halda. Ég er ákveðin að fara og láta fylgjast með tannheilsu minni reglulega. Í gegnum meðferðina var allt mjög faglega unnið. Dr. Nagy útskýrði allt varðandi hana mjög nákvæmlega. Venjulega verð ég mjög stressuð um leið og ég sest í tannlæknastólinn en hann hjálpaði mér að slaka á. Hann talar mjög góða ensku! Jafnvel þó hann hefði ekki talað svona góða ensku þá hefði allt gengið vel og örugglega þar sem Gunnar eða annar starfsmaður hefði þýtt allt sem okkur fór á milli. Vinkona mín talar enga ensku og Gunnar var henni til aðstoðar í gegnum alla hennar meðferð og þýddi svör læknisins við öllum hennar spurningum.

Madenta:

Hafðir þú áhyggjur af kostnaði?

Sonja:

Þegar farið er til tannlæknis á Íslandi hefur maður alltaf áhyggjur af kostnaði. Hjá Madenta var allt á hreinu með góðum fyrirvara. Meðferðin, skref fyrir skref og allur kostnaður líka. Maður fær meðferðaráætlun svo það var ekkert sem kom á óvart. Plús það þá var kostnaðurinn fyrir þessa brú aðeins brot af því tilboði sem ég hafði fengið heima á Íslandi 5 árum áður. Þetta var gæðaþjónusta og hverrar krónu virði.

Madenta:

Var það erfið ákvörðun að fara út? Hafði hvarflað að þér að „Vá ég er að fara til lands sem ég hef aldrei komið til áður” eða „Er ég virkilega að fara til austur Evrópu til að hitta tannlækni?”

Sonja:

Það var í aðra röndina svolítið stökk í djúpu laugina fyrir mig að fara til tannlæknis í Ungverjalandi. En stofan sem Gunnar vinnur fyrir var búin að taka á móti fjölmörgum íslendingum í nokkurn tíma og vön að sinna erlendum viðskiptavinum árum saman. Það var augljóst að allt ferlið er sniðið að þörfum viðskiptavinarins og honum gert það eins þægilegt og auðvelt og kostur er. Hinsvegar má segja að menntun og þjónusta ungverskra tannlækna hefur gott orðspor á Íslandi. Dóttir vinkonu minnar er læknir. Hún lærði í Ungverjalandi eins og svo margir aðrir íslenskir læknar. Landið er þekkt fyrir hátt menntunarstig og það er almennt viðurkennt að þjálfun og menntun tannlækna í Ungverjalandi er eins og best gerist. Ég fylgdist með mínum gamla tannlækni á Facebook. Ég man vel eftir samtali hans við konu sem hafði verið með krabbamein og hafði gengið í gegnum erfiða lyfjameðferð sem hafði slæmar aukaverkanir á munn hennar. Hún spurði tannlækninn hvað hún ætti að gera varðandi ónýtu tennurnar. Hann svaraði: „Ef peningar eru aukaatriði þá væri auðveldast fyrir þig að fá meðferð á Íslandi. Ef peningar eru fyrirstaða, farðu þá til Ungverjalands!”

Madenta:

Myndir þú mæla með Madenta?

Sonja:

Klárlega, já það myndi ég gera. Ég treysti Madenta fólkinu 100%. Það býður fullkomna blöndu af umhyggju og gæðum. Reyndar hef ég nú þegar mælt með stofunni við nokkur tilefni. Ég hef sagt vinum mínum frá meðferðinni og nú vilja þeir allir fara þangað. Barnabörnin mín þurfa að fá tannréttingar svo ég var að segja við krakkana mína að fara með þau til Budapest og fá þær gerðar þar.

Madenta:

Er eitthvað annað sem við þurfum að vita?

Sonja:

Ég vil bara þakka Madenta fyrir þessa reynslu. Ég fékk góða þjónustu frá upphafi til enda. Allt ferlið gekk vel og ég upplifði fullkomið öryggi allan tímann. Madenta lét sækja okkur á flugvöllinn þegar við komum út og var okkur ekið á hótelið okkar. Þau sáu einnig um að keyra okkur á flugvöllinn aftur í lokin. Ég er mjög ánægð. Ég þekki fólk sem hefur farið þangað áður og gæðin eru þau sömu. Það er hópur á Facebook þar sem fólk spyr spurninga um tannlæknameðferðir í útlöndum og allir sem hafa farið til Ungverjalands eru mjög ánægðir með þjónustuna þar.

Madenta:

Hver var þín besta upplifun?

Sonja:

Loránd, eigandi Madenta, bauð okkur í bátsferð á Dóná eitt kvöldið. Vá það var æðislegt – eins og ævintýri! Útsýnið í Budapest að kvöldi til er mjög rómantískt og magnað enda borgin fallega upplýst á kvöldin. Bakka Dónár skreyta fallega lýstar kirkjur, Buda kastali, skrautlegt þinghúsið, frelsisstyttan á toppi Gellért hæðar og hin stórbrotna kirkja heilags Stefáns. Þetta eru allt mjög falleg kennileiti! Svo prufaði ég ungversk vín og gúllas. Þungt, en ljúffengt!