Fyrsta skoðun eftir áralanga vanhirðu.

Ég er sá sem fer eingöngu til tannlæknis þegar eitthvað mjög mikið er að. Síðustu árin hafa tennur mínar orðið mislitar, gómurinn sýktur og ég fann að gamla brúin var farin að gefa sig. Eftir því sem tannheilsunni hrakaði varð ég þyngri í skapi, matarlist varð minni, ég talaði mig niður, sjálfstraustið minnkaði og maður var minna í samskiptum við annað fólk. Mér var orðið það vel ljóst að það var kominn tími á að fá aðstoð tannlækna. Skoðun leiddi í ljós að brúin í efri góm gat gefið sig hvenær sem var. Einnig upplýsti tannlæknirinn að ástandið á tönnunum og gómnum undir brúnni væri mjög bagalegt. Fyrir nokkrum árum voru allar tennur í efri góm aðrar en framtennur fjarlægðar. Ég gat ekki hugsað mér að tapa þeim líka og vera þar með tannlaus. Ég ákvað að gera eitthvað í málunum, vinna á ótta mínum gagnvart tannlæknum og hefja vegferðina að heilbrigðu brosi.

Madenta, tekur málin föstum tökum

Ég fékk meðferðartillögu og verð frá mínum íslenska tannlækni en ég vildi hafa aðra valkosti áður en ég tæki ákvörðun. Þannig að ég hóf að skoða málin og spyrjast fyrir. Ég las margarumsagnir á netinu, kafað ofaní heimasíður hinna ýmsu tannlæknstofa á netinu. Þá hafði ég samband við tvær pólskar stofur og tvær ungverskar. Ein af þeim var Madenta; heimasíða þeirra var mjög sannfærandi og það var mikið atriði að stofan væri með íslenkan tengilið, eins og Gunnar.

Ég sendi í röntgen heilmynd og innan fárra daga var ég með fjögur tilboð í höndunum. Það var ótrúlegt að sjá muninn. Fyrst og fremst var verðið hjá erlendu stofunum mun lægra en frá íslenska tannlækninum. En það var líka annað. Pólsku stofurnar tvær og önnur af þeim ungversku sendu mér aðeins tölu, fjárhæð. Engar nákvæmar tillögur En þegar tillaga Madenta var skoðuð þá virtist hún vera sú eina sem sýndi fagleg vinnubrögð með því að senda meðferðartillögu sem var útskýrð í smáatriðum. Hún sýndi ástandið á tönnum mínum bæði fyrir og eftir meðferð og hvað lagt var til að yrði gert.

Lausnin var: All-on-4

Mér var boðin tannplantameðferð sem kallast All-on-4. Samkvæmt henni yrði að fjarlægja þær fáu tennur úr efri gómi sem eftir voru, setja inn fjóra tannplanta sem síðanfest yrði á heil tannbrú.

Gunnar kynnti og útskýrði vel fyrir mér meðferðaráætlunina. Ég var búinn að vara hann við að ég hefði margar spurningar en eftir yfirferðina var allt ljóst og öllum spurningum svarað 🙂

Hann útskýrði kosti tækninnar við “All-on-4” meðferðina; þessa sérstaklega hönnuðu tannplanta sem eru settir í góminn með mjög ákveðnum vinkli svo hægt væri að nota þá strax. Það þýðir að ég fengi bráðabirgðatannbrú sem yrði fest strax daginn eftir tanndráttinn og tannplantainnsetninguna! Þessi tækni sem þarna var boðin hafði ótvíræða kosti framyfir þá sem mér var boðin heima á Íslandi en um leið var hún umtalsvert ódýrari. Þar sem hinar stofurnar send mér illskiljanleg tilboð þá missti ég áhugann á þeim og valdi Madenta og All-on-4 meðferðina!

Að koma til Budapest í fyrsta sinn

Með aðstoð Gunnars keypti ég flugmiða, gistingu og fékk tíma hjá tannlækninum. Á fallegum apríldegi lentum við í Budapest, ég og konan mín sem var með, mér til halds og trausts. Í þessari fyrstu heimsókn dvöldum við í viku.

Ég átti ekki von á öðru en skoðun og kannski myndatöku í fyrsta tímanum, tanntöku á öðrum degi og að fá tannplanta á þeim þriðja. En það var nú aldeilis ekki þannig. Ég mætti til Madenta frekar spenntur og kvíðinn og hitti György Péter skurðlækni. Þegar ég kom inn í rólegt andrúmsloftið á þessari fallegu tofu leið mér strax vel og eftir stutt kynni við lækninn var ég nánast alveg rólegur.

Viðburðaríkur dagur í nafni All-on-4

Mér meira að segja brá varla þegar mér var sagt að allt myndi gerast þar og nú; tennur yrðu teknar og tannplantar settir inn. Þetta var mjög ólíkt því sem ég átti að venjast að heiman! Ég hafði varla tíma til að hugsa þetta, og þegar ég horfi tilbaka þá var það auðvitað best!

Aðgerðin gekk vel. Óþægilegasti hluti hennar var deyfingarsprautan! Allt var afar vel útskýrt af Péter lækni sem leiddi mig í gegnum ferillinn og passaði að ekkert kæmi mér á óvart. Á meðan á þesu stóð hljómuðu íslensk dægurlög í herberginu, mér fannst það notalegt. Eftir að hafa fjarlægt framtennur mínar setti Péter tannplantana fjóra í góminn og ofaná þá bráðabirgðakrónur úr plasti (kallað Chairside crown). Ég var því aldrei tannlaus einn einasta dag! Þegar ég kom heim á hótel svaf ég í 4 tíma. Í kvöldmat var bara góð súpa og spjall við frúna, eins og á “venjulegum ” degi. Ég fann alls engan sársauka. Ég held að það hafi verið vegna þess hve varlega var farið að öllu í meðferðinni.

Bráðabirgðabrú gerir gæfumuninn

Morguninn eftir settist ég í stól Árpád Nagy tannlæknis sem tók mót af munninum með sérstökum munnskanna. Út frá því móti var sérsmíðuð bráðabrigðabrú fyrir mig og var hún tilbúin næsta dag. Um leið og bráðabirgðabrúin var sett upp í mig fann ég ógleymanlega tilfinningu. Ég fann að þetta var vendipunktur í mínu lífi og lífsgæðin voru við það að batna til muna.

En það var fleira sem fórí gegnum hugann. Ég ákvað þarna að ég vildi allan pakkann, ekki bara efri góminn heldur þann neðri líka. Það hafði aldrei hvarflað að mér að ég gæti öðlast fullkomið bros. Þetta vara bara skyndiákvörðun, mikil þörf sem ég fann að ég yrði að uppfylla!

Ég spurði Nagy tannlækni hvort það gengi upp og á nokkrum mínútum breytti hann meðferðaráætluninni og bætti við hana tilboði í viðgerð á neðri gómi. Ég sá að heildarkostnaðurinn við þetta allt var ennþá undir því sem mér bauðst að borga bara fyrir efri góminn heima á Íslandi! Svo ég sagði bara, kýlum á það, finnum tíma fyrir neðri góminn lika!

Að endurupplifa gleymdar tilfinningar

Ég taldi daga og vikur en naut nýja lífsins á sama tíma. Þó að tennurnar væru til bráðabirgða, voru þær fastar, virkuðu og voru einnig fallegar. Fyrstu dagana vandist ég upp á nýtt að borða, tala, brosa og venjast því að hafa munninn fullan af tönnum. Já, að var nefnilega þannig að ég var búinn að gleyma hvernig það var að hafa allar tennurnar í munninum. Nú gat ég þetta allt og fylltist sjálfstrausti svo þetta vakti bæði gleði og hamingju í mínu lífi. Það smitaði út frá sér og fjölskyldan samgladdist. Ég fékk mikið hrós á þessu tíma.

Önnur ferð til Budapest

Fjórum mánuðum síðar stukkum við um borð í flugvél og flugum til hinnar fögru Budapest. Vi8ð dvöldum þar í tvær vikur. Sá tími var blanda af tannheilsuferð og góðu fríi. Að þessu sinni vorum við 2 vikur í Budapest. Það var bland af skemmti- og tannlæknaferð.

Hið frábæra Sirkon

Meðferðin hélt áfram og nú fékk ég fullkomnar varanlegar sirkon tennur hjá Nagy tannlækni. Þær eru málmfríar, sterkar og mjög eðlilegar í útliti. Mér fannt þær æðislegar. Tennur í neðri gómi voru slípaðar og undirbúnar fyrir sirkon krónur.

Krónurnar voru gullfallegar líka. Ég stóðst ekki mátið að taka nokkrar sjálfumyndir og senda heim. Viðbrögðin voru mögnuð. Konan mín átti ekki til orð og heimtar núna að ég brosi bara alltaf!

Búdapest rokkar!

Við notuðum tækifærið, þar sem ferðin var bæði lengri og tannlæknatímarnir færri, að skoða Budapest. Þvílíkur staður! Borgin er full af sögu, landslagi, frábæru fólki, æðislegum börum, veitingahúsum og verslunum.

Við fórum í dagsferð til þriggja lítilla en sögufrægra bæja sem heita Eszergom, Visegrád og Szentendre og um kvöldið tókum við bát tilbaka til Budapest. Þetta var með því skemmtilegasta sem ég hef gert. Útsýnið yfir brýrnar á Dóná, skokkararnir á Margrétar eyju, Géllert hæðin með frelsisstyttunni, upplýstur kastalinn jog ráðhúsið…algjörlega ógleymanlegt.

Madenta: Besta leiðin að betra sjálfi.

Ég mun aldrei gleyma þessari Madenta reynslu! Hún hefur gjörbreytt viðhorfi mínu til tannlækna og munn-umhirðu, breytt mínu eigin brosi til hins betra, hjálpað mér að endurheimta gleði og ánægju….bara breytt lífi mínu algjörlega!